Viðskipti erlent

Metsala áfengis í netverslun

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Norðmenn hafa aldrei keypt jafnmikið áfengi í gegnum netið og í fyrra.
Norðmenn hafa aldrei keypt jafnmikið áfengi í gegnum netið og í fyrra. vísir/getty

Metsala var á áfengi í fyrra í gegnum netverslun áfengisverslunar norska ríkisins. Pantanirnar í fyrra voru 140 þúsund og er það 190 prósenta aukning frá 2010.

Í fyrra voru keyptar 2,2 milljónir lítra af áfengi í gegnum netverslunina. Af þeim voru 77 þúsund lítrar afhentir heim að dyrum en 363 þúsund lítrar voru sóttir á pósthús. Afgangurinn var sóttur í vínbúðirnar eftir að hafa verið pantaður fyrirfram á netinu.

Aðeins áfengisverslun ríkisins má selja áfengi í gegnum netið í Noregi. Einu undantekningarnar eru nokkrar taxfree-verslanir. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira