Innlent

Lögregla biður fólk að varast grýlukerti og snjóhengjur

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Lögreglan beinir þeim tilmælum til fólks á höfuðborgarsvæðinu að huga að grýlukertum og snjóhengjum er lafa fram af húsþökum.
Lögreglan beinir þeim tilmælum til fólks á höfuðborgarsvæðinu að huga að grýlukertum og snjóhengjum er lafa fram af húsþökum. Vísir/vilhelm

Lögreglan beinir þeim tilmælum til fólks á höfuðborgarsvæðinu að huga að grýlukertum og snjóhengjum er lafa fram af húsþökum en af þeim getur stafað mikil hætta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Tilmælunum er ekki síst beint til verslunar- eða húseigenda á stöðum þar sem mikið er um gangandi vegfarendur. Þetta á meðal við um Laugaveg og nærliggjandi götur í miðborginni.

Mælst er til þess að fólk kanni með hús sín og grípi til viðeigandi ráðstafana áður en slys hlýst af.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira