Viðskipti innlent

CCP tilkynnir um útgáfu á tölvuleiknum Sparc

atli ísleifsson skrifar
Frumútgáfa af leiknum, sem bar heitið Project Arena, var til sýnis og prófunar á Fanfest hátíðinni í Reykjavík í fyrra.
Frumútgáfa af leiknum, sem bar heitið Project Arena, var til sýnis og prófunar á Fanfest hátíðinni í Reykjavík í fyrra. CCP
Tölvuleikjaframleiðandinn CCP tilkynnti í dag um útgáfu á nýjum tölvuleik á sviði sýndarveruleika sem bera mun heitið Sparc.

Sparc er fyrsti leikur fyrirtækisins sem ekki gerist í EVE-heiminum sem fyrst dagsins ljós árið 2003. Síðan þá hefur CCP gefið út tvo aðra leiki sem gerast í sama heimi, sýndarveruleikaleikina Gunjack og EVE: Valkyrie.

Í tilkynningu frá CCP segir að Sparc sé væntanlegur síðar í ár og sé í framleiðslu á starfsstöð CCP í Atlanta í Bandaríkjunum.

„Frumútgáfa af leiknum, sem bar heitið Project Arena, var til sýnis og prófunar á Fanfest hátíðinni í Reykjavík í fyrra. Í kjölfar jákvæðra viðbragða blaðamanna og almennra gesta þar, sem og og á nokkrum vel völdum viðburðum í kjölfarið, var ákveðið að ráðast í gerð fullbúins tölvuleiks úr hugmyndinni. Tilkynnt var um útgáfu á Sparc á GDC ráðstefnunni í San Francisco fyrr í dag, sem er ein stærsta tölvuleikjaráðstefna heims.“


Tengdar fréttir

Metár hjá CCP sem hagnaðist um 2,4 milljarða

Tölvuleikjaframleiðandinn CCP skilaði 21,5 milljóna dala hagnaði í fyrra eða jafnvirði 2,4 milljarða króna. Afkoma fyrirtækisins í Bandaríkjadölum talið hefur aldrei verið betri en hún var jákvæð um 20,7 milljónir dala árið 2015.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×