Viðskipti innlent

CCP tilkynnir um útgáfu á tölvuleiknum Sparc

atli ísleifsson skrifar
Frumútgáfa af leiknum, sem bar heitið Project Arena, var til sýnis og prófunar á Fanfest hátíðinni í Reykjavík í fyrra.
Frumútgáfa af leiknum, sem bar heitið Project Arena, var til sýnis og prófunar á Fanfest hátíðinni í Reykjavík í fyrra. CCP

Tölvuleikjaframleiðandinn CCP tilkynnti í dag um útgáfu á nýjum tölvuleik á sviði sýndarveruleika sem bera mun heitið Sparc.

Sparc er fyrsti leikur fyrirtækisins sem ekki gerist í EVE-heiminum sem fyrst dagsins ljós árið 2003. Síðan þá hefur CCP gefið út tvo aðra leiki sem gerast í sama heimi, sýndarveruleikaleikina Gunjack og EVE: Valkyrie.

Í tilkynningu frá CCP segir að Sparc sé væntanlegur síðar í ár og sé í framleiðslu á starfsstöð CCP í Atlanta í Bandaríkjunum.

„Frumútgáfa af leiknum, sem bar heitið Project Arena, var til sýnis og prófunar á Fanfest hátíðinni í Reykjavík í fyrra. Í kjölfar jákvæðra viðbragða blaðamanna og almennra gesta þar, sem og og á nokkrum vel völdum viðburðum í kjölfarið, var ákveðið að ráðast í gerð fullbúins tölvuleiks úr hugmyndinni. Tilkynnt var um útgáfu á Sparc á GDC ráðstefnunni í San Francisco fyrr í dag, sem er ein stærsta tölvuleikjaráðstefna heims.“


Tengdar fréttir

Metár hjá CCP sem hagnaðist um 2,4 milljarða

Tölvuleikjaframleiðandinn CCP skilaði 21,5 milljóna dala hagnaði í fyrra eða jafnvirði 2,4 milljarða króna. Afkoma fyrirtækisins í Bandaríkjadölum talið hefur aldrei verið betri en hún var jákvæð um 20,7 milljónir dala árið 2015.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira