Sport

Sjáðu rothöggið hjá Birgi Erni í fyrsta atvinnubardaganum | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Birgir Örn Tómasson rotar þann enska.
Birgir Örn Tómasson rotar þann enska. mynd/mjölnir/sóllilja baltasars
Birgir Örn Tómasson, 35 ára gamall bardagakappi í keppnisliði Mjölnis, keppti í fyrsta sinn sem atvinnumaður um liðna helgi þegar hann barðist við Englendinginn Anthony O’Connor.

Birgir Örn tók aðeins tvær mínútur í að ganga frá andstæðingi sínum en hann kýldi þann enska í gólfið eftir aðeins tvær mínútur og stöðvaði dómarinn bardagann eftir að Birgir var búinn að láta nokkur högg dynja á O´Connor. Svakalegur hægri krókur hjá íslenska bardagakappanum.

Hinn 35 árs gamli Birgir hefur æft bardagaíþróttir í átta ár en hann byrjaði að æfa með Mjölni árið 2013. Þetta er sjöundi bardaginn sem hann vinnur með rothöggi.

Birgir Örn ætlar sér, þrátt fyrir „háan“ aldur, langt í sportinu eins og hann sagði frá í viðtali við Vísi fyrir tveimur árum síðan. Þar sagði hann draum sinn vera atvinnumennskuna og nú er hún að minnsta kosti orðin að veruleika.

Mjölnir hefur birt myndband af fyrsta atvinnumannabardaga Birgis en rothöggið má sjá í spilarnum hér fyrir neðan.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×