Sport

Undradrengurinn leyfði sér eina pítsasneið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það er rosalegt bardagakvöld fram undan á Stöð 2 Sport um næstu helgi og UFC er byrjað að hita upp fyrir stóra kvöldið.

Þá eru tveir risabardagar á dagskránni á UFC 209. Aðalbardaginn er titilbardagi í þyngdarflokki Gunnars Nelson, veltivigtinni, þar sem meistarinn Tyron Woodley mætir Stephen „Wonderboy“ Thompson á nýjan leik.

Þeir gerðu jafntefli í síðasta bardaga og er búist við rosalegum bardaga á milli þeirra núna rétt eins og síðast.

Í næststærsta bardaganum mætast síðan Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson um bráðabirgðabeltið í léttvigt. Þeir eru í raun að berjast um réttinn til þess að berjast næst við Conor McGregor og um leið græða meira en þeir hafa áður gert á ferlinum.

Það er ekki síður búist við svakalegum bardaga þar en Khabib hefur aldrei tapað í 24 bardögum á ferlinum.

Fylgst er með þeim öllum í fyrsta upphitunarþætti UFC, Embedded, en einn þáttur verður birtur á dag fram að bardagakvöldinu.

Sjá má þáttinn hér að ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira