Sport

Undradrengurinn leyfði sér eina pítsasneið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það er rosalegt bardagakvöld fram undan á Stöð 2 Sport um næstu helgi og UFC er byrjað að hita upp fyrir stóra kvöldið.

Þá eru tveir risabardagar á dagskránni á UFC 209. Aðalbardaginn er titilbardagi í þyngdarflokki Gunnars Nelson, veltivigtinni, þar sem meistarinn Tyron Woodley mætir Stephen „Wonderboy“ Thompson á nýjan leik.

Þeir gerðu jafntefli í síðasta bardaga og er búist við rosalegum bardaga á milli þeirra núna rétt eins og síðast.

Í næststærsta bardaganum mætast síðan Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson um bráðabirgðabeltið í léttvigt. Þeir eru í raun að berjast um réttinn til þess að berjast næst við Conor McGregor og um leið græða meira en þeir hafa áður gert á ferlinum.

Það er ekki síður búist við svakalegum bardaga þar en Khabib hefur aldrei tapað í 24 bardögum á ferlinum.

Fylgst er með þeim öllum í fyrsta upphitunarþætti UFC, Embedded, en einn þáttur verður birtur á dag fram að bardagakvöldinu.

Sjá má þáttinn hér að ofan.
Fleiri fréttir

Sjá meira