Sport

Faðir Khabib fékk ekki að koma til Bandaríkjanna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Khabib ásamt Joe Rogan eftir síðasta bardaga. Rogan er með hárkolluna sem er vörumerki Rússans.
Khabib ásamt Joe Rogan eftir síðasta bardaga. Rogan er með hárkolluna sem er vörumerki Rússans. vísir/getty

Rússinn sem ætlar sér að velta Conor McGregor af stalli hjá UFC, Khabib Nurmagomedov, verður að komast af án föður síns um komandi helgi í Las Vegas.

Þá er Khabib að fara að berjast um réttinn til þess að mæta Íranum er hann berst við Tony Ferguson um bráðabirgðabeltið í léttvigt UFC.

Nurmagomedov er strangtrúaður múslimi og ætlar sér að verða fyrsti músliminn sem verður meistari hjá UFC.

Faðir hans, Abdulmanap, ætlaði að vera í horni sonar síns líkt og venjulega um næstu helgi en hann fékk ekki vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Ekki sá fyrsti sem lendir í slíkum vandræðum síðustu misseri.

Kahbib hefur barist 24 sinnum á ferlinum og aldrei tapað. Bardagi hans og Ferguson verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um næstu helgi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira