Sport

Hvað er Ronda að meina?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ronda fyrir sinn síðasta bardaga sem endaði afar illa fyrir hana.
Ronda fyrir sinn síðasta bardaga sem endaði afar illa fyrir hana. vísir/getty

Ronda Rousey lætur ekki mikið fyrir sér fara á samfélagsmiðlum en þegar hún gerir það fer allt af stað.

Hún setti inn færslu á Instagram fyrir tveim dögum síðan sem hefur fengið fólk til þess að klóra sér í hausnum. Það er líklega það sem hún vildi.

Þar stendur að skip séu örugg í höfn en að það sé ekki tilgangur skipa að liggja við bryggju.

Hvert er Ronda eiginlega að fara að sigla? Er hún að ýja að því að að hún ætli sér að sigla aftur inn í búrið hjá UFC? Það kæmi mörgum á óvart.

Eða er hún bara almennt að rugla í fólki og þessi færsla hefur nákvæmlega enga þýðingu? Það ætti að koma í ljós fljótlega.

Það er lítið að frétta af henni síðan Amanda Nunes pakkaði henni saman um áramótin. Eina sem heyrst hefur er að hún hefur tekið að sér gestahlutverk í þættinum vinsæla, Blindspot, sem sýndur er á Stöð 2.

#quotephase

A post shared by rondarousey (@rondarousey) onAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira