Sport

Brandari að setja Conor og Mayweather í hringinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
De la Hoya er áhugamaður um MMA. Hér er hann með Holly Holm, fyrrum UFC-meistara.
De la Hoya er áhugamaður um MMA. Hér er hann með Holly Holm, fyrrum UFC-meistara. vísir/getty

Hnefaleikagoðsögnin Oscar de la Hoya er ekki spenntur fyrir því að sjá Conor McGregor og Floyd Mayweather mætast í boxbardaga.

De la Hoya segir að það væri hreinlega neyðarlegt fyrir bæði hnefaleika og MMA að láta þá berjast.

Ef þeir myndu aftur á móti mætast þá segir De la Hoya að Mayweather myndi ganga frá Conor og að það væri verulega slysahætta að setja hann í hringinn með Mayweather.

„Box er box og MMA er MMA. Þetta eru tvær mismunandi íþróttagreinar. Þetta væri bara brandari. Það væri neyðarlegt fyrir hnefaleika að setja MMA-mann í hringinn. Það væri of auðveldur bardagi,“ sagði De la Hoya.

„Hið sama væri upp á teningnum ef hnefaleikakappi færi í MMA-búrið. Það yrði neyðarleg uppákoma fyrir MMA. Þessir strákar eru bestir í sitthvorri greininni og ég bara sé ekki að það gangi upp að þeir berjist.

„Það er hætta á meiðslum. Mayweather myndi pakka Conor saman. McGregor hefur aldrei barist við boxara um ævina. Það er allt önnur íþrótt. Ef honum er alvara með hnefaleika ætti hann að byrja á nokkrum áhugamannabardögum áður en hann fer lengra. Það er ekkert hægt að byrja á toppnum.“


Tengdar fréttir

Conor grét í sturtunni

Írska ofurstjarnan Conor McGregor er í forsíðuviðtali hjá GQ þar sem hann talar meðal annars um sínar mýkri hliðar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira