Körfubolti

Finnur Atli: Landið er á móti Haukum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Finnur Atli er hér við hlið Ívars þjálfara.
Finnur Atli er hér við hlið Ívars þjálfara. vísir/ernir

Finnur Atli Magnússon, leikmaður Hauka, sér jákvæðar hliðar við alla umfjöllunina um Haukana og skíðaferð þjálfarans, Ívars Ásgrimssonar.

Ívar mun missa af leiknum mikilvæga gegn Snæfelli á föstudag þar sem hann er í brekkunum í Austurríki.

Finnur Atli segir liðið hafa hist í gær og rætt um málið og ákveðið að taka ekki þátt í umræðunni.

Sjá einnig: Fjarvera Ívars getur hjálpað til

„Mér finnst það ekki vera að hafa áhrif á liðið að Ívar sé að fara. Það hefur meiri áhrif að sjá að allir haldi með Snæfelli í leiknum og vonist til að þeir vinni,“ segir Finnur Atli í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni.

Hann segir að umræðan sé á svipuðum nótum nú og þegar KR mætti Þór frá Þorlákshöfn í bikarúrslitunum og allir héldu með Þórsurum.

„Þá var landið á móti KR en nú er landið á móti Haukum. Ég er að fíla það. Það gefur mér spark í rassinn sem og meðbyr og aukakraft.“

Viðtal Hjartar við Finn Atla verður spilað í Akraborginni á X977 en þátturinn er á milli 16 og 18.


Tengdar fréttirFleiri fréttir

Sjá meira


Mest lesið