Formúla 1

Kimi Raikkonen fljótastur á öðrum degi æfinga

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Kimi Raikkonen á Ferrari fáknum.
Kimi Raikkonen á Ferrari fáknum. Vísir/Getty

Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur allra á öðrum æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Æfingar halda áfram í Barselóna næstu tvo daga.

Lewis Hamilton varð annar fljótasti ökumaður dagsins á Mercedes bílnum. Hann ók 66 hringi en Raikkonen 108. Liðsfélagi Hamilton, Valtteri Bottas varð sjöundi fljótasti ökumaðurinn í dag en ók 102 hringi. Mercedes bíllinn fór því 168 hringi í dag.

Lance Stroll á Williams bílnum. Vísir/Getty

Max Verstappen á Red Bull varð þriðji og komst 89 hringi. Kevin Magnussen á Haas varð aftur fjórði, líkt og í gær og ók 118 hringi.

Vandræði McLaren liðsins minnkuðu aðeins í dag. Bíllinn komst 40 hringi undir stjórn Stoffel Vandoorne. Lance Stroll á Williams bílnum var hægastur og ók skemmst í dag. Hann snéri bílnum snemma á æfingunni og bíllinn skemmdist við snúninginn og Stroll gat ekki ekið meira í dag.


Tengdar fréttir

Hamilton fljótastur og Mercedes fór lengst

Fyrsti æfingadagurinn fyrir komandi tímabil í Formúlu 1 er að kvöldi kominn. Lewis Hamilton var fljótastur á Barselóna brautinni í dag. Mercedes liðið ók lengst allra.

Haas F1 liðið kynnir sinn annan bíl

Haas F1 liðið í Formúlu 1 kynnti í dag nýjan bíl sinn. Bíllinn er önnur kynslóðin af Haas bíl sem tekur þátt í Formúlu 1. Haas liðið kom nýtt inn í Formúlu 1 á síðasta tímabili.

Toro Rosso afhjúpar nýjan bíl

Toro Rosso liðið í Formúlu 1 hefur afhjúðað nýjan keppnisbíl fyrir komandi tímabil. Bíllinn skartar nýjum litum fyrir liðið. Bíllinn ber nafnið STR12.

Ferrari frumsýnir nýjan fák

Ferrari liðið í Formúlu 1 kynnti í dag nýjan keppnisbíl sinn á Fiorano braut liðsins á Ítalíu. Bíllinn ber nafnið SF70HAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira