Innlent

Sigmundi Erni og RÚV stefnt vegna ummæla um Spartakus

Snærós Sindradóttir skrifar
Í gær var fyrirtaka í máli Guðmundar gegn Sigmundi Erni, dagskrárstjóra Hringbrautar.
Í gær var fyrirtaka í máli Guðmundar gegn Sigmundi Erni, dagskrárstjóra Hringbrautar. vísir/stefán
Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur stefnt nokkrum fjölmiðlamönnum fyrir fréttaflutning af sér á síðasta ári. Í gær var fyrirtaka í máli hans gegn Sigmundi Erni Rúnarssyni, dagskrárstjóra sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar.

Fréttamönnum Ríkisútvarpsins, Jóhanni Hlíðari Harðarsyni, Rakel Þorbergsdóttur fréttastjóra, Pálma Jónassyni og Hjálmari Friðrikssyni, hefur einnig verið stefnt ásamt Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra, fyrir hönd Ríkisútvarpsins. Í báðum stefnunum er þess krafist að ærumeiðandi ummæli verði ómerkt og Guðmundur fái miskabætur greiddar.

Stefnan gegn Sigmundi Erni tekur til níu ummæla sem birtust á hringbraut.is. Sex þeirra ummæla snúa að fullyrðingum um meint fíkniefnaviðskipti Guðmundar, þá er fullyrt að „hann sigli undir fölsku vegabréfsflaggi“.

Stefnan gegn starfsmönnum RÚV er mun umfangsmeiri, eða samtals fjórtán blaðsíður, og tekur til alls 28 ummæla sem féllu í útvarpsfréttum og á vef Ríkisútvarpsins í janúar og maí 2016.

Farið er fram á samtals tíu milljónir króna í bætur fyrir ummælin sem flest snúa að áðurnefndum meintum fíkniefnaviðskiptum.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×