Innlent

Hryllingssögur úr heilbrigðiskerfinu í Víglínunni

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Birgi Jakobsson landlækni og aðra góða gesti í Víglínuna klukkan 12:20 í dag.
Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Birgi Jakobsson landlækni og aðra góða gesti í Víglínuna klukkan 12:20 í dag.
Endalaust berast sögur af þrengslum og manneklu á Landsspítalanum; sögur af sjúklingum sem liggja á göngum, í biðstofum og jafnvel á salernum. Spítalinn er sagður fullur af fólki sem í raun ætti heima á hjúkrunarheimilum eða í annarri eftirmeðferð utan spítalans. En þau hjúkrunarheimili eru ekki til.

Allir stjórnmálamenn lofa bótum og betrun og segja má að heilbrigðismálin hafi verið aðalmálið fyrir síðustu kosningar. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Birgi Jakobsson landlækni í Víglínuna til að ræða þetta og fleira tengt heilbrigðismálum.

Einnig koma í þáttinn ráðherrarnir Þorsteinn Víglundsson og Jón Gunnarsson ásamt Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna og Birni Leví Gunnarssyni þingmanni Pírata.

Meðal annars verður rætt um nýja skýrslu um slæma meðferð á vistmönnum Kópavogshælis, áhrif sjómannaverkfallsins á byggðir landsins og fleira. En sjávarútvegsráðherra kynnti skýrslu í gær sem sýnir að verkfallið kostar þjóðfélagið milljarða króna og hefur lamað atvinnu og athafnalíf víða á landsbyggðinni þar sem sjávarútvegur er aðal atvinnugreinin.

Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 12:20 á laugardögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×