Erlent

Höfðar mál á hendur Uber eftir að upp komst um framhjáhald

Anton Egilsson skrifar
Vísir/EPA
Franskur karlmaður hefur lögsótt leigubílafyrirtækið Uber en hann telur að galli í smáforriti fyrirtækisins hafi verið valdur þess að upp komst um framhjáhald hans. Skaðabótakrafa mannsins á hendur Uber er sögð nema um 45 milljónum evra.

Maðurinn sem um ræðir segist hafa notað smárforrit leigbílafyrirtækisins í síma eiginkonu sinnar í eitt skipti til að koma sér á milli staða. Þrátt fyrir að hafa útskráð sig af aðgangnum eftir á fékk kona hans í kjölfarið tilkynningu í síma sinn í hvert skipti sem að maður hennar nýtti sér þjónustu Uber.

Fram kemur í frétt BBC um málið að tíðar ferðir mannsins á tiltekinn stað hafi orðið til þess að konu hans fór að gruna að eitthvað væri ekki með felldu. Ekki leið á löngu þar til konan komst á snoðir um að eiginmaður hennar héldi þar til með annarri konu. Í kjölfar þess að upp komst um framhjáhaldið sótti hún um skilnað frá manninum.

David-André Darmon , lögmaður mannsins, segir skjólstæðing sinn fórnarlamb galla í smáforriti Uber.

„Skjólstæðingur minn er fornarlamb galla í smáforriti Uber. Þessi galli hefur valdið honum miklum vandamálum í einkalífinu.”

Uber hefur ekki vilja tjá sig um málsóknina en segir þó að verndun á persónuupplýsingum viðskiptavina þess sé ávallt forgangsmál.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×