Formúla 1

Renault ræður loftflæðissérfræðing frá Red Bull

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Renault gerir sér væntanlega vonir um miklar framfarir þegar Machin kemur til liðsins í júlí.
Renault gerir sér væntanlega vonir um miklar framfarir þegar Machin kemur til liðsins í júlí. Vísir/Getty

Formúlu 1 lið Renault hefur ráðið Pete Machin, loftflæðissérfræðing frá Red Bull liðinu. Machini mun koma til liðs við Renault í júlí, sem yfirmaður loftflæðisdeildar liðsins.

Machin hefur verið næstum 15 ár hjá Red Bull liðinu, sem áður var Jaguar liðið. Hann var stór hluti af einokun Red Bull á heimsmeistaratitlum á árunum 2010-2013. Hann kann því sitthvað í faginu en Red Bull bíllinn hefur löngum verið talinn sá best hannaði þegar kemur að loftflæði.

„Loftflæði skiptir gríðarlegu máli í tengslum við frammistöðu bílsins. Svo það er gríðarlega stórt skref fyrir okkur að ná í Pete,“ sagði Cyril Abiteboul, liðsstjóri Renault.

„Loftflæðið er mikilvægara en áður með þeim reglugerðarbreytingum sem tóku gildi um áramótin. Machin mun því hjálpa liðinu mikið á seinni hluta tímabilsins.“

Renault hefur einnig ráðið Ciaron Pilbeam frá McLaren sem yfirkeppnisverkfræðing, eins náði liðið í Nico Hulkenberg sem ökumann fyrir komandi tímabil frá Force India.

Renault ætlar sér greinilega að komast framar í goggunarröðinni.


Tengdar fréttir

Rosberg: Hamilton fékk að vaða yfir mig

Nico Rosberg, heimsmeistari í Formúlu 1 segir að fyrrum liðsfélagi sinn og þrefaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton hafi vaðið yfir hann tímabilin áður en Rosberg varð meistari í fyrra.

Árekstur Vettel batt enda á regndekkjaprófanir

Ferrari átti að prófa ný regndekk Pirelli í tvo daga á braut sinni á Ítalíu. Sebastian Vettel endaði á varnarvegg í gærmorgun og batt þar með enda á prófanirnar. Ferrari átti ekki varahluti til að gera við 2015 bíl sinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira