Viðskipti erlent

Nokia 3310 aftur í sölu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Noka 3310.
Noka 3310. vísir/getty
Einhver vinsælasti farsími fyrr og síðar, Nokia 3310, er aftur á leið í framleiðslu og til sölu í verslunum. Síminn kom fyrst á markað árið 2000 en nýja týpan mun að öllum líkindum ekki kosta nema 59 pund eða rúmlegar 8000 krónur að því er fram kemur í frétt The Independent.

Síminn verður formlega kynntur á Mobile World Congress síðar í þessum mánuði en það er enn hægt að kaupa 3310-síma á Amazon. Á meðal þess sem síminn býður upp á er klukka, reiknivél og auðvitað fjórir leikir þar sem hæst ber hinn sívinsæla leik Snake.

Nokia 3310 hefur stundum verið kallaður endingarbesti farsími sem framleiddur hefur verið og má því fastlega búast við því að hann muni njóta mikilla vinsælda þegar hann kemur aftur á markaðinn seinna á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×