Viðskipti innlent

Íslendingar almennt neikvæðir í garð erlendrar fjárfestingar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mikil andstaða er við erlenda fjárfestingu. Einkum við fjárfestingu í auðlindagreinum
Mikil andstaða er við erlenda fjárfestingu. Einkum við fjárfestingu í auðlindagreinum vísir/jón sigurður

47,2 prósent þeirra sem spurð voru segjast sammála því að erlend fyrirtæki á Íslandi hagnist yfirleitt á kostnað íslensks samfélags. Einungis 26,1 prósent er þessu ósammála. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Maskína gerði fyrir Samtök atvinnulífsins, Íslandsstofu og Samtök iðnaðarins.

Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA MYND/SA

Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, lýsir áhyggjum af þessum niðurstöðum. „Annars vegar finnst okkur áhyggjuefni hvað Íslendingar eru neikvæðir gagnvart erlendri fjárfestingu,“ segir Ásdís og bendir á að þegar fólk var beðið að nefna það fyrsta sem því datt í hug þegar hugtakið erlend fjárfesting var nefnt hafi flestir nefnt brask, svindl, auðmenn, aflandsfélög eða annað í þeim dúr. „Þarna er töluverður hluti fólks sem telur að erlend fyrirtæki hagnist á okkar kostnað. Ákveðin tortryggni ríkir því gagnvart erlendri fjárfestingu,“ segir Ásdís.

Niðurstöður könnunar Maskínu benda til þess að fólk sé mun neikvæðara gagnvart frjálsu flæði fjármagns heldur en frelsi í viðskiptum með vörur og þjónustu. 

Ásdís segir að þetta megi eflaust að einhverju leyti rekja til áranna fyrir og eftir 2008 þegar erlent skammtímafjármagn streymdi inn í íslenskt hagkerfi og skapaði ójafnvægi á gjaldeyrismarkaði. Ásdís bendir á að um kvikt fjármagn hafi verið að ræða þannig að þegar til bakslags kom í hagkerfinu hafi hið sama fjármagn leitað úr landi svo skjótt sem auðið var. 

„Almenningur tengir líklega erlenda fjárfestingu frekar við þess konar fjárfestingu fremur en beina erlenda fjárfestingu. Bein erlend fjárfesting er varanlegri fjárfesting þar sem erlendir fjárfestar koma með eigið fé inn í fyrirtækin og taka þátt í áhættunni með okkur. Niður­stöður könnunarinnar endurspegla í raun svart á hvítu mikilvægi þess að upplýsa almenning um mikilvægi erlendrar fjárfestingar og hvaða þýðingu slík fjárfesting hefur fyrir íslenskt hagkerfi,“ segir Ásdís.

Niðurstöður könnunarinnar gefa líka vísbendingar um að Íslendingar séu neikvæðari gagnvart erlendri fjárfestingu í auðlindagreinum en í til dæmis verslun og þjónustu. 
Ásdís bendir á að erlend fjárfesting nái til alls kyns atvinnugreina þó að stóriðja sé kannski það sem komi fyrst upp í huga fólks. Nú nái fjárfestingin til jafn ólíkra geira og verslunar og þjónustu, byggingageirans, fiskeldis og líftækni svo dæmi séu tekin. „Erlend fjárfesting skapar því í dag fjölbreytt og ólík störf,“ segir Ásdís.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
1,14
3
21.345
REGINN
1
3
60.650
HEIMA
0,86
4
52.329
MARL
0,84
15
458.644
N1
0,47
4
63.914

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-0,97
1
506
HAGA
-0,78
3
31.514
REITIR
-0,69
2
19.910
ARION
-0,6
12
14.787
VIS
-0,43
1
1.975