Sport

Gunnar: Kom babb í bátinn hjá Conor

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnar og Conor McGregor á æfingu í Mjölniskastalanum gamla síðastliðið sumar.
Gunnar og Conor McGregor á æfingu í Mjölniskastalanum gamla síðastliðið sumar. mynd/kjartan páll

Til stóð að Conor McGregor yrði viðstaddur hátíðlega opnun á nýjum húsakynnum Mjölnis í Öskjuhlíðinni á laugardag en líklega verður ekki af því.

„Conor ætlaði að koma,“ sagði Gunnar í samtali við íþróttadeild í gær. „En svo kom babb í báttinn þar sem konan hans [sem er barnshafandi] má ekki fljúga á þessum tímapunkti óléttunnar.“

Sjá einnig: Gunnar: Enginn á topp tíu var laus

„Ég efast því um að hann komi, því miður. Honum langaði að koma en ég held að hann vilji frekar vera með fjölskyldu sinni og vinum og draga sig eins mikið úr sviðsljósinu og hann getur.“

„Ég hef líka mikinn skilning á því, að hann vilji ekki skilja hana eina eftir núna,“ sagði Gunnar enn fremur.

Nýjustu tíðindi af McGregor eru þó þau að hann sé nú staddur í Las Vegas, hugsanlega vegna mögulegs bardaga hans og Floyd Mayweather hnefaleikakappa.

Nýi æfingasalurinn verður glæsilegur að sögn Gunnars. „Þetta verður flottasta „gym“ í heiminum,“ sagði bardagakappinn.

Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Gunnar sem tekið var í gær í heild sinni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira