Viðskipti innlent

Selja skuldabréf fyrir tæpa 4,5 milljarða króna

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Um er að ræða framhaldsútgáfu í tengslum við skuldabréf sem félagið gaf út í október þegar félagið seldi skuldabréf að fjárhæð 150 milljónir bandaríkjadala.
Um er að ræða framhaldsútgáfu í tengslum við skuldabréf sem félagið gaf út í október þegar félagið seldi skuldabréf að fjárhæð 150 milljónir bandaríkjadala. vísir/vilhelm

Icelandair Group hefur selt óveðtryggð skuldabréf að fjárhæð 40 milljónir bandaríkjadala, eða sem nemur tæplega 4,5 milljörðum króna, til fjárfesta.

Er þetta gert í ljósi hagstæðra kjara en um er að ræða framhaldsútgáfu í tengslum við skuldabréf sem félagið gaf út í október þegar félagið seldi skuldabréf að fjárhæð 150 milljónir bandaríkjadala.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að „í skilmálum skuldabréfaflokksins er gert ráð fyrir að hann geti orðið allt að 300 milljónir bandaríkjadala.

Skuldabréfin eru til fimm ára og bera 3,5% vexti, ofan á þriggja mánaða LIBOR-vexti, án vaxtagólfs. Kjörin eru hagstæð sé horft til margra alþjóðlegra flugfélaga sem félagið ber sig saman við. Fjármagnið verður nýtt í fjármögnun almennrar starfsemi Icelandair Group.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
2,72
2
50.132
HAGA
1,94
10
135.128
TM
1,73
5
110.882
GRND
1,3
5
76.260
REITIR
1,22
4
132.357

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
0
1
5.260
ORIGO
0
1
10.560