Viðskipti innlent

Selja skuldabréf fyrir tæpa 4,5 milljarða króna

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Um er að ræða framhaldsútgáfu í tengslum við skuldabréf sem félagið gaf út í október þegar félagið seldi skuldabréf að fjárhæð 150 milljónir bandaríkjadala.
Um er að ræða framhaldsútgáfu í tengslum við skuldabréf sem félagið gaf út í október þegar félagið seldi skuldabréf að fjárhæð 150 milljónir bandaríkjadala. vísir/vilhelm

Icelandair Group hefur selt óveðtryggð skuldabréf að fjárhæð 40 milljónir bandaríkjadala, eða sem nemur tæplega 4,5 milljörðum króna, til fjárfesta.

Er þetta gert í ljósi hagstæðra kjara en um er að ræða framhaldsútgáfu í tengslum við skuldabréf sem félagið gaf út í október þegar félagið seldi skuldabréf að fjárhæð 150 milljónir bandaríkjadala.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að „í skilmálum skuldabréfaflokksins er gert ráð fyrir að hann geti orðið allt að 300 milljónir bandaríkjadala.

Skuldabréfin eru til fimm ára og bera 3,5% vexti, ofan á þriggja mánaða LIBOR-vexti, án vaxtagólfs. Kjörin eru hagstæð sé horft til margra alþjóðlegra flugfélaga sem félagið ber sig saman við. Fjármagnið verður nýtt í fjármögnun almennrar starfsemi Icelandair Group.“
Fleiri fréttir

Sjá meira