Viðskipti innlent

Lagt til að eigendur Borgunar fái 4,7 milljarða í arð

Haraldur Guðmundsson skrifar
Ef tillaga stjórnarinnar verður samþykkt hafi eigendur Borgunar fengið 6,9 milljarða í arð á tveimur árum.
Ef tillaga stjórnarinnar verður samþykkt hafi eigendur Borgunar fengið 6,9 milljarða í arð á tveimur árum.
Stjórn Borgunar hf. mun á aðalfundi greiðslukortafyrirtækisins á morgun leggja til að hluthafar þess fái 4,7 milljarða króna í arð vegna reksturs fyrirtækisins í fyrra. Gengið er út frá því að tillagan verði samþykkt en hagnaður félagsins árið 2016 var á áttunda milljarð.

Þetta kemur fram í Viðskiptamogganum í dag. Þar er bent á að hluthafar Borgunar eru samkvæmt vefsíðu fyrirtækisins þrír. Íslandsbanki sé stærstur með 63,47 prósent. Þar á eftir komi Eignarhaldsfélagið Borgun slf. með 29,38 prósent og BPS ehf. með 5 prósent. Upplýsingar um aðra hluthafa eru aftur á móti ekki gefnar upp á síðunni. Sjö starfsmenn eða stjórnendur Borgunar eiga aftur á móti 2,15 prósent í fyrirtækinu. Vetrargil ehf., í eigu Hauks Oddssonar, forstjóra Borgunar og eiginkonu hans, er stærsti hluthafinn úr þeim hópi með rétt tæpt eitt prósent. Stjórnendahópurinn á svo BPS.  

Í frétt Morgunblaðsins er bent á að Eignarhaldsfélagið Borgun eignaðist hlut í greiðslukortafyrirtækinu í nóvember 2014 þegar Landsbankinn seldi 31,2 prósent hlut sinn í því í lokuðu söluferli. Félagið keypti þá 24,96 prósent í Borgun en BPS 6,24 prósent.

Eins og áður hefur verið greint frá þá hefur Lands­­bank­inn stefnt Borgun hf., for­­stjóra Borg­unar hf., BPS ehf. og Eign­­ar­halds­­­fé­lag­inu Borgun vegna sölunnar.


Tengdar fréttir

Minni verslun vegna breytts kortatímabils

Kaupmenn finna fyrir minni verslun vegna nýs fyrirkomulags greiðslukortatímabila. Ekki eru lengur auglýst ný tímabil snemma í desember líkt og áður. Gamla fyrirkomulagið er barn síns tíma að sögn forstöðumanns hjá Borgun.

Stefna forstjóra vegna sölu á Borgun

Landsbankinn hefur stefnt Borgun hf., Hauki Oddssyni, forstjóra Borgunar, BPS ehf. og Eignarhaldsfélaginu Borgun slf. Tveir síðastnefndu aðilarnir eru hluthafar í Borgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×