Sport

Holm kærir úrslitin um síðustu helgi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Holm og De Randamie takast á.
Holm og De Randamie takast á. vísir/getty

Holly Holm er allt annað en sátt við niðurstöðuna úr bardaga hennar og Germaine de Randamie um síðustu helgi. Hún hefur kvartað yfir dómaranum og kært niðurstöðuna.

De Randamie vann bardagann að stigum en þetta var fyrsti bardaginn í fjaðurvigt kvenna og því um UFC-titilinn þar.

De Randamie sló til Holm er bæði önnur og þriðja lota var búin. Með réttu hefði hún átt að missa stig en dómarinn, Todd Anderson, lét það óátalið.

Holm hefur því kært vinnubrögð dómarans sem og niðurstöðu bardagans.

Þetta var þriðja tap Holm í röð en hún hefur farið fram á að fá nýjan bardaga gegn De Randamie út af þessum mistökum dómarans.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira