Fótbolti

Dzeko sökkti Gula kafbátnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Edin Dzeko skoraði þrennu gegn Villarreal.
Edin Dzeko skoraði þrennu gegn Villarreal. vísir/getty

Sjö leikjum er nýlokið í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Zlatan Ibrahimovic skoraði öll þrjú mörk Manchester United í 3-0 sigri á Saint-Etienne á Old Trafford.

Edin Dzeko skoraði þrennu þegar Roma burstaði Villarreal, 0-4, á útivelli. Bosníumaðurinn er orðinn markahæsti leikmaður Evrópudeildarinnar í vetur með átta mörk.

Gamla brýnið Artiz Aduriz skoraði sitt sjöunda mark í Evrópudeildinni í vetur þegar Athletic Bilbao vann 3-2 sigur á APOEL á San Mamés.

Þá er Schalke 04 svo gott sem komið áfram eftir 0-3 sigur á PAOK í Grikklandi.

Nánar má fræðast um hina níu leikina sem fóru fram fyrr í kvöld með því að smella hér.

Úrslitin í kvöld:
Man Utd 3-0 St Etienne
Anderlecht 2-0 Zenit
Athletic Bilbao 3-2 APOEL
H. Be'er Sheva 1-3 Besiktas
Legia 0-0 Ajax
PAOK 0-3 Schalke
Villarreal 0-4 RomaAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira