Viðskipti innlent

TM hagnaðist um 2,6 milljarða króna

Haraldur Guðmundsson skrifar
Eigendur TM eiga von á 1,5 milljarða króna arðgreiðslu.
Eigendur TM eiga von á 1,5 milljarða króna arðgreiðslu. Vísir/Stefán
Tryggingafélagið TM skilaði 2,6 milljarða króna hagnaði í fyrra samanborið við 2,8 milljarða árið 2015. Fjárfestingatekjur félagsins lækkuðu úr rétt rúmum fjórum milljörðum í 3,2 en eigin iðgjöld hækkuðu úr 12,6 milljörðum í fjórtán. 

Sigurður Viðarsson, forstjóri TMVísir/Stefán
Stjórn TM hefur samkvæmt tilkynningu félagsins lagt fram tillögu um 1,5 milljarða króna arðgreiðslu til hluthafa á árinu 2017. Í henni segir að tillagan byggi á skýrum markmiðum um áhættuvilja með vikmörkum sem auðveldi stýringu á heildaráhættu félagsins.

„Á heildina litið er ég mjög ánægður með niðurstöðu ársins, bæði hvað varðar afkomu af vátryggingastarfsemi og ávöxtun fjárfestingaeigna. Þrátt fyrir tjónaþungan fjórða ársfjórðung þar sem tjónaþróun slysatrygginga tók verulegan kipp og stórtjón varð í bruna á Snæfellsnesi í nóvember náum við að skila samsettu hlutfalli á upphaflegri áætlun ársins. Ávöxtun fjárfestingaeigna var einnig mjög góð sem fyrr. Arðsemi eigin fjár var góð og yfir langtímamarkmiði félagsins sjötta árið í röð,“ segir Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×