Viðskipti innlent

VÍS hagnast um 1,5 milljarða króna

Haraldur Guðmundsson skrifar
Stjórn VÍS hefur lagt til að arðgreiðsla til hluthafa félagsins verði 1.023 milljónir króna.
Stjórn VÍS hefur lagt til að arðgreiðsla til hluthafa félagsins verði 1.023 milljónir króna.
Afkoma tryggingafélagsins VÍS í fyrra var jákvæð um 1.459 milljónir króna. Hagnaður félagsins árið 2015 nam aftur á móti 2.076 milljónum. Þetta kemur fram í tilkynningu VÍS til Kauphallar Íslands.

Samkvæmt henni námu tekjur af fjárfestingarstarfsemi 1.997 milljónum samanborið við 4.076 milljónir árið 2015. Samsett hlutfall var 101,7 prósent en var 101,5 prósent árið áður. Samkvæmt efnahagsreikningi félagsins nema eignir samstæðunnar 46.323 milljónum og bókfært eigið fé nam í árslok 16.371.

Stjórn VÍS hefur lagt til að arðgreiðsla til hluthafa félagsins verði 1.023 milljónir króna. Félagið sjaí vaxtartækifæri á markaðnum og telur arðstillöguna ekki skerða möguleika félagsins til nýtingar þeirra.

„Það er jákvætt að iðgjöld eru farin að aukast eftir nokkurra ára stöðnun, en eigin iðgjöld jukust um 10,2 prósent á milli ára. Vöxturinn kemur til bæði vegna hærra meðaliðgjalds og fjölgunar skírteina. Viðskiptavinum félagsins er að fjölga og einnig eru núverandi viðskiptavinir í meiri viðskiptum við okkur en áður.  Samsett hlutfall er heldur hærra en það var árið 2015, og það verður áfram verkefni félagsins að ná því niður.  Ávöxtun fjárfestingaeigna gekk nokkuð vel við erfiðar markaðsaðstæður lengst af á árinu, og nam 7,1 prósenti.  Gjaldmiðlatap af eignum sem tilheyra erlendri starfsemi félagsins hefur neikvæð áhrif á afkomu fjárfestingastarfseminnar, en það nam 641 milljónum á árinu,“ segir Jakob Sigurðsson, forstjóri VÍS.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×