Lífið

Flashmob og bónorð á Hard Rock

Samúel Karl Ólason skrifar

Hinn enski Karl Webb vildi biðja konu sinnar Vicky þegar þau voru á ferðalagi á Íslandi á dögunum. Enska parið var að eyða síðasta kvöldinu á Íslandi og ætlaði Karl að nota tækifærið og setja hring á fingur kærustunnar á Hard Rock Cafe.

„Karl setti sig í samband við okkur fyrir nokkrum vikum og vildi að við kæmum að því að hjálpa honum með bónorðið. Við vorum ekki lengi að slá til og komum með tillögu að Flashmob þar sem við værum mjög lifandi staður. Við fengum nokkra starfsmenn til að hjálpa til og útkoman var mjög skemmtileg, ásamt því að hún sagði já sem gladdi okkur mikið. Þetta var ógleymanlegt kvöld fyrir þau og mjög skemmtilegt fyrir okkur og aðra gesti líka,“ segir Styrmir Karlsson, markaðsstjóri Hard Rock.

Hægt er að sjá myndband af atvikinu hér að ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira