Viðskipti innlent

Högnuðust um 3,4 milljarða

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm

Fyrirtækið N1 hagnaðist um 3.368 milljónir króna í fyrra. Er það mikil aukning frá árinu 2015 þegar hagnaðurinn var 1.860 milljónir. Selt magn af bensínu og gasolíul jókst um 9,5 prósent á milli ára og segir í afkomutilkynningu N1 að það hafi verið vegna aukinna umsvifa í hagkerfinu. Þá hafði þróun á heimsmarkaðsverði með eldsneyti jákvæð áhirf á afkomu ársins.

1.323 milljónir króna voru tekjufærðar í rekstarreikningi fyrirtækisins þar sem viðsnúningur varð á virðisrýrnun fasteigna frá 2011. Það útskýrir að miklu leyti hina miklu hagnaðaraukningu.

„Á árinu 2011 var færð virðisrýrnun á fasteignum félagsins. Á árinu 2016 komu fram vísbendingar um að virðisrýrnunin hefði gengið til baka. Sérfræðingar unnu virðismat á eldneytisstöðvum og öðrum fasteignum félagsins miðað við árslok 2016. Niðurstaða matsins var að virðisrýrnunin væri að fullu gengin til baka og að verðmæti eignanna væri umfram bókfært verð þeirra eftir bakfærslu virðisrýrnunarinnar,“ segir í tilkynningunni.

Hér má sjá helstu niðurstöður afkomutilkynningarinnar.

Eins og fram kemur hér að ofan segir N1 að umferð hafi aukist mikið á vegum Íslands á árinu. Þá gerir fyrirtækið ráð fyrir því að áframhaldandi fjölgun ferðamanna muni halda áfram á þessu ári.

Þá segir í tilkynningunni að órói á olíumörkuðum muni valda sveiflum á framlegð og fjárbindingu, verkfall sjómanna hafi neikvæð áhrif á rekstur félagsins og að óvissa sé á almennum vinnumarkaði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira