Viðskipti innlent

Síminn hagnaðist um 2.755 milljónir

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Hagnaður Símans á síðasta ári var 2.755 milljónir króna. Þá drógust tekur fyrirtækisins saman um tæpar þrjú hundruð milljónir, sem meðal annars skýrst af sölu dótturfélaganna Staka og Talentu. Orri Hauksson, forstjóri Símans, segist stoltur af afrekstri síðasta árs.

„Míla náði takmarki sínu um að veita 30 þúsund heimilum tækifæri á ljósleiðaratengingu fyrir árslok. Sensa átti veltumesta ár sitt frá upphafi. Síminn hélt vel stöðu sinni á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði ásamt því að heildsölustarfsemi gekk vel. Þrýstingur var hins vegar á einingaverð. Rekstrarkostnaður samstæðunnar hefur nú á einu ári verið lækkaður um ríflega 800 milljónir króna á ársgrundvelli,“ segir Orri í tilkynningu.

Enn fremur segir Orri að síðasta ár hafi hafist með krefjandi hætti og verð á lykilvörum hafi lækkað og laun hækkað umfram áætlanir. Farið hafi verið í fjölmargar aðgerðir til hagræðingar og starfsfólki meðal annars fækkað um 14 prósent.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði EBITDA var 2.103 milljónir króna á fjórða ársfjórðungi 2016 samanborið við 1.654 milljónir króna á sama tímabili 2015. Þá var hagnaður á tímabilinu 601 milljón króna í fyrra en 679 milljónir árið 2015.

Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta var 2.241 milljónir króna á tímabilinu, en 1.047 milljónir á sama tímabili 2015. Eiginfjárhlutfall Símans hf. var 53,5 prósent í lok árs 2016 og eigið fé 34,3 milljarðar króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×