Golf

Sjáið höggið magnaða sem tryggði Ólafíu Þórunni áfram í nótt | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst áfram með ævintýralegum hætti í gegnum niðurskurðinn á á ISPS Handa mótinu í Ástralíu í nótt.

Ólafía vippaði í fyrir fugli á lokaholunni sem tryggði henni áframhaldandi þátttöku á ISPS Handa en hún hefur nú komist í gegnum niðurskurðinn á tveimur fyrstu mótum sínum á bandarísku mótaröðinni.

Það er óhætt að segja að hún íslenski kylfingurinn sé dugleg að safna sér í reynslubankanna á fyrstu mótum sínum á LPGA mótaröðinni og það munar þar mikið um að komast áfram á síðustu tvo dagana.

GR-ingurinn þurfti tvo fugla á síðustu tveimur holunum til þess að komast áfram og hún gerði það.

Ólafía vippaði á endanum ofan í holu fyrir fugli á átjándu holu og lék hún því á 74 höggum eða einu höggi yfir pari.

Samtals er Ólafía á pari eftir tvo hringi en þeir keppendur sem voru á +1 eða hærra skori féllu úr keppni eftir niðurskurðinn.

Hér fyrir ofan má sjá myndaband af því þegar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir vippaði í holuna á átjándu og tryggði sér áframhaldandi keppnisrétt á mótinu.

Sýnt verður beint frá ISPS Handa-mótinu á Golfstöðinni og hefst útsending frá þriðja keppnisdegi klukkan 02.00 í nótt. Tryggðu þér áskrift á 365.is.


Tengdar fréttir

Ólafía Þórunn bjargaði sér á fuglasöng í lokin

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur nú náð niðurskurðinum á tveimur fyrstu mótum sínum á bandarísku mótaröðinni, LPGA, en GR-ingurinn öflugi átti síðasta fugla-orðið á hringum sínum í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×