Golf

Ólafía söng og dansaði eftir hringinn | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Gleðin var svo sannarlega við völd hjá okkar konu, Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, eftir að hún komst í gegnum niðurskurðinn á ISPS Handa-mótinu á LPGA-mótaröðinni í morgun.

Ólafía Þórunn þurfti heldur betur að hafa fyrir því að komast í gegnum niðurskurðinn og dugði ekkert minna en fuglar á síðustu tveimur holunum til þess að komast áfram.

Það tókst með glæsibrag enda vippaði hún ofan í 18. holuna. Pressa hvað?

Það skal því engan undra að það hafi verið létt yfir henni og kylfusveini hennar, Guðlaugi frænda, eftir hringinn er þau brustu í dans og söng sem má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Ólafía Þórunn bjargaði sér á fuglasöng í lokin

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur nú náð niðurskurðinum á tveimur fyrstu mótum sínum á bandarísku mótaröðinni, LPGA, en GR-ingurinn öflugi átti síðasta fugla-orðið á hringum sínum í nótt.
Fleiri fréttir

Sjá meira