Erlent

Juncker telur að viðræður vegna Brexit muni taka lengur en tvö ár

atli ísleifsson skrifar
Jean-Claude Juncker.
Jean-Claude Juncker. Vísir/AFP

Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, telur að það muni taka lengri tíma en tvö ár fyrir samningsaðila að ná saman um hvernig útganga Bretlands úr sambandinu eigi að ganga fyrir sig og hvernig samskiptum Bretlands og ESB-ríkja verði háttað.

Juncker greindi frá þessu í ræðu á ráðstefnu í München.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt að viðræðum verði lokið tveimur árum eftir að bresk stjórnvöld virki 50. grein Lissabon-sáttmálans. May hefur sagst ætla að virkja greinina fyrir marslok á þessu ári.

Að sögn Juncker þarf að gera breytingar á 20 þúsund lögum í Bretlandi áður en landið getur endanlega gengið úr sambandinu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira