Lífið

Ananas á pizzu, Beyoncé gæti drullað á sig og Íslendingar eru sjúkir í Nágranna

Hulda Hólmkelsdóttir og Stefán Árni Pálsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa

Í Poppkasti vikunnar er farið yfir víðan völl og meðal annars farið yfir áströlsku sápuóperuna Nágrannar sem hafa verið í loftinu síðan 1985 og notið gríðarlegrar vinsældra á Íslandi. 

Adele fékk mörg Grammy-verðlaun en Beyoncé virðist alltaf vinna allt, hvað sem hún gerir. Er mögulega Beyoncé komin á slæman stað?

Eitt atriði úr Steypustöðinni sló heldur betur í gegn en atriðið þótti í grófari kantinum. Þjóðin er algjörlega klofin í því hvort hún vilji ananas á pizzu eða ekki. 

Sjá einnig: Dee sneri á dauðann og snýr aftur í Nágranna

Enn einu sinni mætir Tryggvi Páll Tryggvason, blaðamaður og sigurvegari í Gettu Betur, í þáttinn en hann er einn helsti sérfræðingur Íslands í málefnum Nágranna. Þetta og margt fleiri í Poppkasti vikunnar. 

Poppkastið er hlaðvarpsþáttur á Vísi. Umsjónarmenn þáttarins eru Stefán Árni Pálsson (@stebboinn) og Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm). Í þættinum er farið yfir víðan völl í dægurmálafréttum, farið yfir fréttir vikunnar auk þess sem Stefán og Hulda fá til sín góða gesti til að ræða dægurmálin. Hér að ofan má hlusta á fjórtánda þáttinn af Poppkastinu sem kemur út alla föstudaga á Vísi. Poppkastið er aðgengilegt í hinum ýmsu hlaðvarpsþjónustum, t.a.m. iTunes.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira