Sport

Aldo: Conor er drullusokkur sem mun aldrei berjast við Mayweather

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aldo er alls ekki vel við Conor.
Aldo er alls ekki vel við Conor. vísir/getty
Brasilíumaðurinn Jose Aldo vandar Íranum Conor McGregor ekki kveðjurnar líkt og venjulega.

Eina tap Aldo á ferli sínum í UFC var þegar Conor rotaði hann á 13 sekúndum. Neyðarlegt fyrir manninn sem var búinn að vera meistari í 1.900 daga.

Aldo hefur svolítið horfið af sjónvarsviðinu eftir þann bardaga á meðan Conor hefur unnið annað belti i UFC og rakað inn peningum í leiðinni.

Aldo hefur enga trú á því að Conor geti barist við Floyd Mayweather eins og Írinn stefnir á að gera.

„Þessi bardagi mun aldrei fara fram. Það er bara hægt með leyfi UFC. Það fer enginn samningsbundinn bardagamaður fram hjá UFC,“ sagði Aldo en hann er sjálfur að íhuga að reyna fyrir sér í hnefaleikum.

Aldo virðist líta heiminn ekki sömu augum og aðrir. Hann segir að orðspor Conor sé ekki gott og að enginn elski hann utan Írlands.

„Orðspor hans hefur verið skaddað og það líkar engum nema Írum vel við hann. Ef þú talar við fólk í Brasilíu eða annars staðar þá heldur enginn með honum. Það lítur enginn á hann sem meistara. Það líta allir á hann sem drullusokk.“

MMA

Tengdar fréttir

Conor grét í sturtunni

Írska ofurstjarnan Conor McGregor er í forsíðuviðtali hjá GQ þar sem hann talar meðal annars um sínar mýkri hliðar.

Gunnar: Kom babb í bátinn hjá Conor

Mjölnir opnar glæsilega nýja aðstöðu í Öskjuhlíð á laugardaginn en Conor McGregor verður líklega ekki á meðal gesta.

Sara: Hataði Conor McGregor en geri það ekki lengur

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, crossfit-kona, var í viðtali við Suðurnesjamagasín á Hringbraut í gærkvöldi og þar talaði hún meðal annars um það hversu erfitt það hefur verið fyrir hana að tapa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×