Lífið

Sóli Hólm selur íbúðina í JL-húsinu: "Vissulega eru góðir hlutir í vændum“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sóli selur.
Sóli selur.

Grínistinn Sólmundur Hólm Sólmundarson hefur sett fallega íbúð sína við Hringbraut í Vesturbæ Reykjavíkur á söluskrá. Sóli tók íbúðina í nefnið fyrir ekki svo löngu og sýndi vel frá því á Snapchat.

„Það eru þung spor að setja þessa elsku á sölu eftir alla þá vinnu og ást sem ég setti í hana, en vissulega eru góðir hlutir í vændum á móti. Hjálpið mér að finna gott fólk á Hringbraut 119,“ segir Sóli í stöðufærslu á Facebook.

Um er að ræða 87 fermetra þriggja herbergja íbúð sem stendur í fjölbýlishúsi í hinu sögufræga JL-húsi.

Með íbúðinni fylgir einkastæði í bílageymslu og er kaupverðið 39.9 milljónir króna. Fasteignamatið er rúmlega þrjátíu milljónir. Sólmundur er í sambandi með Viktoríu Hermannsdóttur, fréttakona á RÚV, og hafa þau hingað til ekki verið í sambúð.

Hér að neðan má sjá myndir innan úr íbúðinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira