Lífið

Þegar Ricky Gervais drullaði yfir Ísland: „Útbúum bara bílastæði úr þessari tilgangslausu eyju“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gervais gæti komið inn á þetta hér á landi.
Gervais gæti komið inn á þetta hér á landi.

Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag mun breski grínistinn Ricky Gervais halda uppistandssýningu í Hörpu í apríl.

Hann er að fara af stað með sýninguna Humanity en Gervais staðfesti þetta sjálfur á Facebook.

Gervais hefur síðastliðin áratug verið einn allra vinsælasti grínisti heims en hann sló fyrst í gegn í þáttunum Office á BBC. Þar fór hann með aðalhlutverkið og skrifaði einnig þættina.

Hann hefur meðal annars verið í hlutverki kynnis á Golden Globe-verðlaununum í nokkur skipti og alltaf þótt standa sig mjög vel.

Íslendingar hafa áður komið við sögu í gríni Gervais en hann gjörsamlega tók þjóðina af lífi eftir gosið í Eyjafjallajökli árið 2010. Þá gjörsamlega missti hann sig yfir þeirri staðreynd að allt flug í Evrópu lág niðri um tíma vegna öskugossins í Eyjafjallajökli og sagði nokkuð ófögur orð um eyjuna okkar, rétt eins og sjá má hér að neðan.

Gervais kemur fram í Hörpu 20. apríl.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira