Lífið

Þegar Ricky Gervais drullaði yfir Ísland: „Útbúum bara bílastæði úr þessari tilgangslausu eyju“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gervais gæti komið inn á þetta hér á landi.
Gervais gæti komið inn á þetta hér á landi.

Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag mun breski grínistinn Ricky Gervais halda uppistandssýningu í Hörpu í apríl.

Hann er að fara af stað með sýninguna Humanity en Gervais staðfesti þetta sjálfur á Facebook.

Gervais hefur síðastliðin áratug verið einn allra vinsælasti grínisti heims en hann sló fyrst í gegn í þáttunum Office á BBC. Þar fór hann með aðalhlutverkið og skrifaði einnig þættina.

Hann hefur meðal annars verið í hlutverki kynnis á Golden Globe-verðlaununum í nokkur skipti og alltaf þótt standa sig mjög vel.

Íslendingar hafa áður komið við sögu í gríni Gervais en hann gjörsamlega tók þjóðina af lífi eftir gosið í Eyjafjallajökli árið 2010. Þá gjörsamlega missti hann sig yfir þeirri staðreynd að allt flug í Evrópu lág niðri um tíma vegna öskugossins í Eyjafjallajökli og sagði nokkuð ófögur orð um eyjuna okkar, rétt eins og sjá má hér að neðan.

Gervais kemur fram í Hörpu 20. apríl.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira