Erlent

Ræðir við Tyrki um mögulega innrás í Raqqa

atli ísleifsson skrifar
Joseph Dunford er æðsti herforingi Bandaríkjahers.
Joseph Dunford er æðsti herforingi Bandaríkjahers. Vísir/AFP

Bandaríski hershöfðinginn Joseph Dunford heimsótti í dag herstöðina Incirlik í suðurhluta Tyrklands, sem notuð er af Bandaríkjaher í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS.

Dunford er æðsti herforingi Bandaríkjahers (yfirmaður Joint Chiefs of Staff), og er reiknað með að möguleg innrás inn í Raqqa, helsta vígis ISIS í Sýrlandi, hafi verið til umræðu.

Bandaríkin hafa á síðustu árum stutt við bakið á kúrdíska SDF-bandalaginu sem berst gegn ISIS í Sýrlandi, en spurt er hvernig ný Bandaríkjastjórn líti á hvernig skuli fram haldið.

Tyrklandsstjórn vill ekki að SDF taki þátt í sókn að Raqqa og hefur þrýst á að Bandaríkin hætti að styðja við bakið á hersveitum Kúrda sem hún skilgreinir sem hryðjuverkasamtök.
Fleiri fréttir

Sjá meira