Erlent

Ræðir við Tyrki um mögulega innrás í Raqqa

atli ísleifsson skrifar
Joseph Dunford er æðsti herforingi Bandaríkjahers.
Joseph Dunford er æðsti herforingi Bandaríkjahers. Vísir/AFP

Bandaríski hershöfðinginn Joseph Dunford heimsótti í dag herstöðina Incirlik í suðurhluta Tyrklands, sem notuð er af Bandaríkjaher í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS.

Dunford er æðsti herforingi Bandaríkjahers (yfirmaður Joint Chiefs of Staff), og er reiknað með að möguleg innrás inn í Raqqa, helsta vígis ISIS í Sýrlandi, hafi verið til umræðu.

Bandaríkin hafa á síðustu árum stutt við bakið á kúrdíska SDF-bandalaginu sem berst gegn ISIS í Sýrlandi, en spurt er hvernig ný Bandaríkjastjórn líti á hvernig skuli fram haldið.

Tyrklandsstjórn vill ekki að SDF taki þátt í sókn að Raqqa og hefur þrýst á að Bandaríkin hætti að styðja við bakið á hersveitum Kúrda sem hún skilgreinir sem hryðjuverkasamtök.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira