Erlent

Donald Trump: Keith Kellogg og þrír aðrir koma til greina

atli ísleifsson skrifar
Trump skipaði hershöfðingjann Keith Kellogg sem þjóðaröryggisráðgjafa til bráðabirgða í kjölfar afsagnar Flynn.
Trump skipaði hershöfðingjann Keith Kellogg sem þjóðaröryggisráðgjafa til bráðabirgða í kjölfar afsagnar Flynn. Vísir/AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að hershöfðinginn Keith Kellogg sé einn af fjórum sem til greina koma sem næsti þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta.

Ljóst er hver sá sem verður fyrir valinu var ekki fyrsta val Trump, en í nótt var greint frá því að Robert Harward, fyrrverandi aðstoðaraðmíráll í bandaríska hernum, hafi hafnað boði Trump af persónulegum og fjárhagslegum ástæðum.

Mikil pressa er nú á forsetanum í kjölfar þess að Michael Flynn hrökklaðist úr embættinu eftir að í ljós kom að hann hafði átt í samskiptum við sendiherra Rússa áður en hann tók við embætti.

Trump skipaði hershöfðingjann Keith Kellogg sem þjóðaröryggisráðgjafa til bráðabirgða í kjölfar afsagnar Flynn.

„Keith Kellogg hershöfðingi, sem ég hef þekkt lengi, kemur mjög til greina sem þjóðaröryggisráðgjafi, ásamt þremur til viðbótar,“ sagði Trump á Twitter í dag, án þess þó að tilgreina þá sérstaklega.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira