Innlent

Fjölmenni við útför Ólafar Nordal

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hægt var að fylgjast með útförinni á skjá í sal Iðnó sem var þéttsetinn.
Hægt var að fylgjast með útförinni á skjá í sal Iðnó sem var þéttsetinn. Vísir/GVA
Ólöf Nordal var jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag. Fjölmenni var viðstatt útförina og stóðu félagar í Sjálfstæðisflokknum heiðursvörð þegar líkkista Ólafar var borin út úr Dómkirkjunni.

Hægt var að fylgjast með útförinni á skjá í sal Iðnó sem var þéttsetinn. Ólöf lést, 50 ára að aldri, þann 8. febrúar eftir baráttu við krabbamein. Ólöf Nordal var varaformaður Sjálfstæðisflokksins og vinsæll stjórnmálamaður þvert á flokka.

Hennar var minnst á fjórum opnum í minningarsíðum Morgunblaðsins í dag. Meðal þeirra sem rituðu minningarorð um Ólöfu voru Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboðs, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins.

Félagar í Sjálfstæðisflokknum stóðu heiðursvörðVísir/GVA
Vísir/GVA
Vísir/GVA

Tengdar fréttir

Ólöf Nordal er látin

Ólöf Nordal varaformaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins er látin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×