Innlent

Harður árekstur á Reykjanesbraut

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Nokkrar umferðartafir sköpuðust vegna áreksturins.
Nokkrar umferðartafir sköpuðust vegna áreksturins. Vísir/GH

Harður árekstur varð á milli fólksbíls og smárútu á Reykjanesbraut skammt frá afleggjaranum af Ásbraut um klukkan tvö í dag.

Sjúkrabílar og tækjabílar frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru sendir á vettvang en við komuna kom í ljós að betur fór en á horfðist og var enginn sendur á slysadeild, samkvæmt upplýsingu frá slökkviliðinu.

Nokkrar umferðartafir sköpuðust vegna áreksturins og þurfti að lögregla að stýra umferð um tíma en slökkviliðið vinnur nú að því að hreinsa upp vettvanginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira