Lífið

Gleðin skín úr augum Emils litla þegar hann prófar nýju gleraugun í fyrsta sinn

atli ísleifsson skrifar
Emil litli er svakalegt krútt.
Emil litli er svakalegt krútt.

Myndband dönsku móðurinnar Christine A.J Friis Rosenhøj af því þegar gleraugu eru í fyrsta sinn sett á Emil litla hefur vakið mikla athygli í Danmörku og víðar.

Góð sjón er nokkuð sem margir taka sem sjálfsögðum hlut, en hún er það svo sannarlega ekki.

Gleðin hreinlega skin úr andliti Emils þegar gleraugu með styrk upp á +7,0 eru sett á hann þar sem hann situr í bílstól sínum og sér foreldra sína skýrt í fyrsta sinn.

Sjá má myndbandið að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira