Innlent

Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi.
Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. Vísir/Vilhelm

Spænskur karlmaður hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Maðurinn var handtekinn á mánudaginn og úrskurðaður í gæsluvarðhald til dagsins í dag. Greint hefur verið frá því að maðurinn hafi verið á árshátíð hjá fyrirtæki sem hann og konurnar starfa hjá. Gistu þau á hótelinu þar sem árshátíðin var haldin. 

Samkvæmt frétt RÚV voru tvær af konunum ekki í sama herbergi og mun maðurinn hafa farið á milli herbergja og brotið gegn þeim.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira