Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar

Samningur milli sjómanna og útgerðarmanna er í höfn að nær öllu leyti en útspil ríkisstjórnarinnar mun hafa úrslitaáhrif að mati samningsaðila. Við fjöllum nánar um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við fjöllum líka um unglingaofbeldi í fréttatímanum en mörg hundruð íslensk börn og unglingar eru meðlimir í lokuðum hópi á Facebook þar sem slagsmálamyndböndum er dreift.

Við ræðum líka við íslenska fjölskyldu sem tók á móti afgönskum dreng sem fylgdarlausu flóttabarni á síðasta ári. Drengurinn hefur aðlagast aðstæðum á Íslandi afar vel og verður líklega hluti af fjölskyldunni um ókomna tíð.

Þá fjöllum við um mál systur Brynju Dan Gunnarsdóttur frá Srí Lanka sem ætlaði að heimsækja Brynju á Íslandi en fékk ekki vegabréfsáritun. Eftir vinnu tveggja sendiherra, Interpol og dómara á Íslandi fékk konan loks landvistarleyfi í átta daga.

Svo skoðum við nýja herferð UN Women, He for She, en Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er einn af tíu þjóðarleiðtogum sem beita sér fyrir þátttöku karla í jafnréttisbaráttunni í herferðinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira