Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar

Samningur milli sjómanna og útgerðarmanna er í höfn að nær öllu leyti en útspil ríkisstjórnarinnar mun hafa úrslitaáhrif að mati samningsaðila. Við fjöllum nánar um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við fjöllum líka um unglingaofbeldi í fréttatímanum en mörg hundruð íslensk börn og unglingar eru meðlimir í lokuðum hópi á Facebook þar sem slagsmálamyndböndum er dreift.

Við ræðum líka við íslenska fjölskyldu sem tók á móti afgönskum dreng sem fylgdarlausu flóttabarni á síðasta ári. Drengurinn hefur aðlagast aðstæðum á Íslandi afar vel og verður líklega hluti af fjölskyldunni um ókomna tíð.

Þá fjöllum við um mál systur Brynju Dan Gunnarsdóttur frá Srí Lanka sem ætlaði að heimsækja Brynju á Íslandi en fékk ekki vegabréfsáritun. Eftir vinnu tveggja sendiherra, Interpol og dómara á Íslandi fékk konan loks landvistarleyfi í átta daga.

Svo skoðum við nýja herferð UN Women, He for She, en Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er einn af tíu þjóðarleiðtogum sem beita sér fyrir þátttöku karla í jafnréttisbaráttunni í herferðinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira