Innlent

Lögreglan lýsir eftir Kára Siggeirssyni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kári Siggeirsson.
Kári Siggeirsson.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að Kára Siggeirssyni. Síðast sást til Kára á höfuðborgarsvæðinu í gær, þann 16. febrúar.

Kári er  28 ára, 174 cm á hæð, 111 kg á þyngd, með dökk skollitað stutt hár. Hann var klæddur í svartan jakka og gráar jogging-buxur er síðast sást til hans.

Meðfylgjandi er ljósmynd af Kára.

Upplýsingar um dvalarstað Kára beinist í síma 444-1000.

Uppfært klukkan 19:42: Nafn Kára var misritað í tilkynningu frá lögreglu og þar af leiðandi misritað í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar. Það hefur nú verið lagfært og er beðist velvirðingar á mistökunum.
Fleiri fréttir

Sjá meira