Körfubolti

Stjörnuleikmaður Cleveland heldur að jörðin sé flöt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Irving átti stóran þátt í því að Cleveland varð NBA-meistari í fyrra.
Irving átti stóran þátt í því að Cleveland varð NBA-meistari í fyrra. vísir/getty

Kyrie Irving, ein skærasta stjarna NBA-deildarinnar í körfubolta, trúir því að jörðin sé flöt.

Þetta kom fram í hlaðvarpinu Road Trippin' sem liðsfélagar Irvings hjá Cleveland Cavaliers, Richard Jefferson og Channing Frye, stjórnuðu.

Þessi afstaða Irvings vakti mikla athygli og varð vinsælt umfjöllunarefni á Twitter.

Arash Markazi frá ESPN spurði Irving í gær hvort hann tryði því virkilega að jörðin væri flöt. Irving gekkst við þessari afstöðu sinni, eins og sjá má hér að neðan.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira