Körfubolti

Stjörnuleikmaður Cleveland heldur að jörðin sé flöt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Irving átti stóran þátt í því að Cleveland varð NBA-meistari í fyrra.
Irving átti stóran þátt í því að Cleveland varð NBA-meistari í fyrra. vísir/getty

Kyrie Irving, ein skærasta stjarna NBA-deildarinnar í körfubolta, trúir því að jörðin sé flöt.

Þetta kom fram í hlaðvarpinu Road Trippin' sem liðsfélagar Irvings hjá Cleveland Cavaliers, Richard Jefferson og Channing Frye, stjórnuðu.

Þessi afstaða Irvings vakti mikla athygli og varð vinsælt umfjöllunarefni á Twitter.

Arash Markazi frá ESPN spurði Irving í gær hvort hann tryði því virkilega að jörðin væri flöt. Irving gekkst við þessari afstöðu sinni, eins og sjá má hér að neðan.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira