Viðskipti innlent

Seðlabankinn aðeins keypt gjaldeyri fyrir 5 milljarða á fyrstu vikum ársins

Hörður Ægisson skrifar
Seðlabankinn hefur keypt gjaldeyri í janúar sem nemur um 19% af veltu á markaði.
Seðlabankinn hefur keypt gjaldeyri í janúar sem nemur um 19% af veltu á markaði.

Gjaldeyriskaup Seðlabanka Íslands hafa dregist nokkuð saman að undanförnu en á fyrstu fjórum vikum nýs árs nema þau aðeins um fimm milljörðum króna. Það er um nítján prósent af heildarveltu á gjaldeyrismarkaði. Til samanburðar keypti Seðlabankinn hins vegar gjaldeyri fyrir um átján milljarða í desember og var hlutur bankans þá í veltunni um 45 prósent.

Á sama tíma og bankinn hefur haldið aftur af sér í gjaldeyriskaupum samhliða minna innflæði gjaldeyris á markað, sem stafar meðal annars af verkfalli sjómanna, þá hefur gengi krónunnar lækkað um fimm prósent gagnvart evru það sem af er ári.

Seðlabanki Íslands keypti erlendan gjaldeyri fyrir samtals 386 milljarða króna 2016 og jukust kaup bankans um 42% á milli ára. Þrátt fyrir þessi miklu gjaldeyrisinngrip hækkaði gengi krónunnar um 18,4 prósent á síðasta ári. 

Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. 
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
3,6
4
34.130
ORIGO
3,41
11
64.165
HAGA
3,34
9
116.729
FESTI
3,23
14
192.368
SIMINN
3,2
19
269.039

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-3,39
97
445.720
GRND
0
2
1.506
MARL
0
23
231.586
EIM
0
11
201.996
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.