Sport

Dana White: Ronda er líklega hætt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það verður sjónarsviptir af Rondu Rousey en arfleifð hennar lifir.
Það verður sjónarsviptir af Rondu Rousey en arfleifð hennar lifir. vísir/getty

Forseti UFC, Dana White, er kominn á þá skoðun að Ronda Rousey muni líklega ekki berjast aftur hjá UFC.

Ronda tapaði illa fyrir Amöndu Nunes um áramótin og margir spáðu því þá að hún myndi ekki snúa aftur í búrið.

White talaði við Rondu á dögunum og eftir það spjall er hann ekki bjartsýnn á að sjá Rondu aftur í búrinu.

„Ef ég ætti að miða við stöðuna núna þá myndi ég segja að hún mun ekki berjast aftur. Ég held að hún sé hætt. Hún mun ríða inn í sólarlagið og finna sér eitthvað annað að gera,“ sagði White.

Bardagi Rondu gegn Nunes var hennar fyrsti bardagi í þrettán mánuði. Hún tapaði fyrir Holly Holm á undan og hafði ekki bætt sig neitt. Leit skelfilega út gegn Nunes og nú er væntanlega komið að leiðarlokum hjá henni í UFC.

„Hún er að spá í að flytja á kyrrlátan stað og koma sér aðeins úr sviðsljósinu. Ég er ánægður fyrir hennar hönd. Hún kom og breytti heiminum. Kom konum í MMA á kortið og setti ótrúleg met,“ sagði White.


Tengdar fréttir

Ánægja með áhorfið á UFC 207

Fyrstu tölur benda til þess að áhorfið á UFC 207 á næstsíðasta degi ársins hafi verið mjög gott þó svo það hafi verið mikil samkeppni í sjónvarpinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira