Sport

UFC-stjörnur lömdu lukkudýr Rockets

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Aðalstuðið er í Houston þessa dagana þar sem Super Bowl-leikurinn fer fram á sunnudag.

UFC ætlar að vera með bardagakvöld í Houston um helgina og fer ýmsar leiðir til þess að láta vita af því. Margar af skærustu stjörnum UFC eru í Houston að reyna að fá sinn skerf af athygli í Super Bowl-vikunni.

Á leik NBA-liðanna Houston Rockets og Atlanta Hawks í gær voru mættir þeir Max Holloway og Sage Northcutt til þess að taka þátt í uppákomu á leiknum.

Í einu leikhléinu stukku þeir inn á völlinn og lumbruðu hraustlega á lukkudýri Rockets sem er kallað Clutch.

Allt í gríni gert og áhorfendur höfðu gaman af. Sjá má barsmíðarnar hér að ofan.Fleiri fréttir

Sjá meira