Innlent

Hafa ekki fundið muni sem tengjast Birnu

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Björgunarsveitafólk að störfum í dag.
Björgunarsveitafólk að störfum í dag. Vísir/Gunnar Atli
Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, sem stýrt hefur leit björgunarsveitafólks á Reykjanesi í dag, sem tengist rannsókn á dauða Birnu Brjánsdóttur, segir að engir munir sem tengjast Birnu hafi fundist í dag.

Hátt í hundrað björgunarsveitarmenn hafa tekið þátt í leitinni í dag, en um er að ræða sérhæft leitarfólk sem er saman í ellefu hópum. Leitað hefur verið að munum sem tengjast Birnu, þar á meðal fatnaði og síma hennar. Var það gert, eftir að ábending barst frá borgara.

„Við erum ekki búin að finna neitt, en við höfum útilokað svæði út frá því skipulagi sem við settum upp í dag,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Hann segir að planið hafi verið að nýta náttúrulegt ljós á meðan hægt er og það hafi tekist.

Spurður hvort að leit verði haldið áfram á morgun, segir Ásgeir að svo verði ekki.

„Við vorum með ákveðin skilgreind leitarsvæði og erum búin að klára þau og því er engin fyrirhuguð leit á morgun eins og staðan er núna, nema eitthvað nýtt komi upp.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×