Lífið

Tilfinningarnar báru Tom Brady ofurliði: Vann leikinn fyrir móður sína sem berst fyrir lífinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tom Brady brotnaði niður í gær.
Tom Brady brotnaði niður í gær. vísir/getty

Tom Brady skráði nafn sitt í íþróttasöguna í gær þegar hann leiddi New England Patriots til sigurs í NFL-deildinni þegar liðið vann Atanta Falcons, 34-28, í einum magnaðasta íþróttaleik sögunnar.

Brady hafi unnið Ofurskálina fjórum sinnum og bætti þeim fimmta við í gær. Það gerir hann að sigursælasta leikstjórnanda sögunnar og fór hann í leiðinni fram úr átrúnaðargoði sínu, Joe Montana sem vann bikarinn fjórum sinnum.

Tilfinningarnar voru gríðarlegar hjá Brady eftir leikinn og lagðist hann í gervigrasið og grét. Móðir hans, Galynn Brady, er alvarlega veik og berst hún fyrir lífi sínu. Ekki hefur verið gefið upp hvað nákvæmlega hrjáir hana en hún var að mæta á sinn fyrsta leik á öllu tímabilinu í gær.

Brady vildi hafa alla fjölskylduna nálægt sér allan tímann eftir leikinn í gær og faðmaði hann og kyssti eiginkonu sína Gisele Bündchen hvað eftir annað. Börnin þeirra, Benjamin, (7 ára) og Vivian (4) voru aldrei langt undan.

Þessi titill skipti Brady meira máli en allir hinir. Hann tileinkaði sigurinn móðir sinni.

Árið 1996 varð Chicago Bulls NBA-meistari á það á feðradeginum. Michael Jordan brotnaði þá niður, lagðist í gólfið með boltann og grét. Hann tileinkaði þeim sigri föður sínum sem lést langt fyrir aldur fram. Atvikið í gær minnti óneitanlega á það.

Brotnaði niður eftir leikinn Árið 1996 þegar Jordan féll í jörðina og neitaði að sleppa boltanum*
NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira