Erlent

Allar neikvæðar skoðanakannanir „eru falskar fréttir“

Samúel Karl Ólason skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir allar skoðanakannanir sem séu honum neikvæðar vera svokallaðar „falskar fréttir. Þá segist forsetinn taka sínar eigin ákvarðanir og að fjölmiðlar sem skrifi falskar fréttir hafi verið að „ljúga“ um að svo væri ekki til að koma höggi á sig. Allar hans ákvarðanir séu byggðar á gögnum og „allir viti það“.

Þetta sagði Trump á Twitter nú í dag, en ekki er alveg ljóst hvaða fregnum hann er að bregðast við. AP fréttaveitan nefnir að mögulega eigi tíst Trump við grein New York Times um að Trump verji miklum tíma í að horfa á fréttir. Þá er því einnig haldið fram að Trump hafi ekki verið með á hreinu forsetatilskipun sem hann skrifaði nýverið undir hafi í raun fjallað um.

Tilskipunin gaf ráðgjafa hans Stephen Bannon sæti í Öryggisráði Bandaríkjanna, sem hefur að mestu verið ópólítískt hingað til. Þá hafa margir fjölmiðlar skrifað greinar um áhrif Stephen Bannon á ákvarðanir Trump á síðustu dögum.

Þá segir í grein NYTimes að ýmis mistök síðustu tveggja vikna hafi fengið Trump til að íhuga samband sitt við Bannon og fært hann bær Reince Priebus, sem er töluvert hefðbundnari stjórnmálamaður.

Þá hefur Priebus gert nýjar reglur varðandi útfærslu og tilkynningu nýrra lagasetninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×