Formúla 1

Rosberg vildi fá Alonso til Mercedes

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rosberg ásamt Lewis Hamilton.
Rosberg ásamt Lewis Hamilton. vísir/getty
Þegar heimsmeistarinn í Formúlu 1, Nico Rosberg, hætti óvænt í lok síðasta tímabils var hann með sterkar skoðanir á því hver ætti að taka sætið hans hjá Mercedes.

Rosberg vildi að Fernando Alonso myndi koma yfir og keyra við hlið Lewis Hamilton.

„Þetta hefði verið frábært og algjör flugeldasýning að hafa Hamilton og Alonso saman. Það gekk ekki upp fyrir liðið samt,“ sagði Rosberg en Mercedes samdi við Valtteri Bottas og keyrir hann í stað Rosberg á næsta tímabili.

„Það var frábær lausn. Bottas er hraður og þó svo Hamilton sé frábær, og það sé erfitt að vinna hann, þá hef ég sýnt að það er hægt.“

Þetta verður í fyrsta sinn síðan 1994 sem Formúlumeistarinn mun ekki verja titil sinn. Alain Prost hætti líka eftir að hann varð meistari 1994.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×