Formúla 1

Hulkenberg: Bílarnir verða hrottalega hraðir í ár

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Hulkenberg er spenntur fyrir hraðari bílum.
Hulkenberg er spenntur fyrir hraðari bílum. Vísir/Getty
Nico Hulkenberg, sem gekk til liðs við Renault liðið í Formúlu 1 fyrir tímabilið býst við hrottalega hröðum Formúlu 1 bílum í ár.

Hulkenberg hefur verið að prófa væntanlegan bíl Renault liðsins í hermi eins og aðrir og hann segir bílinn afar fljótan í förum.

Verkfræðingar liðanna búast við 20-30 prósent meira niðurtogi, sem mun rokka eftir brautum. Bílarnir verða tveimur til fimm sekúndum fljótari á hring ef marka má væntingar verkfræðinganna.

Hulkenberg segir að á Katalóníubrautinni á Spáni, þar sem æfingar munu hefjast 27. febrúar, séu beygjur þrjú og níu teknar án þess að slá af. Í fyrra hafa einungis Mercedes og Red Bull bíalrnir geta gert það.

Tæknistjóri Force India liðsins, Andy Green tekur í sama streng. „Það sést að bíalrnir eru hraðari, maður þarf ekki einu sinni að horfa á tímana. Þeir eru ekki bara hraðari í beygjum heldur eru hemlunarvegalengdir talsvert styttri þökk sé meira niðurtogi og breiðari dekkjum,“ sagði Green.


Tengdar fréttir

Rosberg vildi fá Alonso til Mercedes

Þegar heimsmeistarinn í Formúlu 1, Nico Rosberg, hætti óvænt í lok síðasta tímabils var hann með sterkar skoðanir á því hver ætti að taka sætið hans hjá Mercedes.

Faðir Lewis Hamilton sendir Bottas varnaðarorð

Faðir Lewis Hamilton, Anthony Hamilton segir að sonur hans stefni nú á hápunkt ferilsins. Hann varar Bottas við og telur að ef Bottas er ekki reiðubúinn gæti samanburðurinn gert út af við feril Bottas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×